top of page

"Grasið visnar sagan vex." Skálholtshátíð 20. - 23. júlí 2023


Skálholtshátíðin er óvenju vegleg á afmælisári Skálholtsdómkirkju en hún er 60 ára, vígð 21. júlí 1963. Yfirskriftin er sótt í 40. kafla spádómsbókar Jesja og er það sami texti og vitnað var til við vígslu kirkjunnar. Það er endurreisnarstef sem byggir á því að orð Guðs er eilíft og fellur ekki úr gildi þótt grasið visni og blómin falli á einni hélunótt. Það er endurreisnarstef í ljósi endurbyggingar musterisins í Jerúsalem eftir herleiðinguna til Babylon. Á afmælisári kirkjunnar hefur hún verið endurnýjuð að utan og innan og öll hin ómetanlegu kirkjulistaverk gljáfægð og skínandi eftir mikla viðgerð. Þar sem hún er kirkja heilags Þorlálks og Péturs verður sérstaklega tekið fyrir tímabil Þorláks helga Þórhallssonar og kirkjuvaldsstefnan sem kom frá Róm á 12. öldinni í gegnum erkibiskupinn í Niðarósi. Í hátíðardagskrá sunnudagsins flytur Pétur H. Ármannsson erindi um Skálholtsdómkikju sextuga og endurbætur síðustu ára. Þá eru hátíðartónleikar og hátíðarmessa en auk þess málþing með fv. erkibiskupi Svíþjóðar, dr. Antje Jakelén, um gervigreind og trú, talandi dæmi um deiglu nútímans og framtíðar okkar.
Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page