Grand Rapids Symphony Youth Choir syngur eftir guðsþjónustu
Ungmennakórinn Grand Rapids Symphony Youth Choir er metnaðarfullur kór frá Grand Rapids, Michigan í Bandaríkjunum. Kórinn er hluti af Grand Rapids Symphony og tekur reglulega þátt í tónleikum þeirra. Kórinn samanstendur af 51 ungmenni á aldrinum 12 – 18 ára, sem njóta þess að syngja tónlist hvaðanæfa úr heiminum. Kórinn er á ferð um Ísland með foreldrum og stjórnendum. Meðal viðkomustaða þeirra er Skálholtsdómkirkja en kórinn mun syngja nokkur lög í lok sunnudagsguðsþjónustu kl.11.00 þann 16. júní næstkomandi. Messan er öllum opin og vonandi sjáum við sem flesta.

