top of page

Fréttir af kirkjustarfi og prestsþjónustu í Skálholtsprestakalli í nóvember


Skálholtsprestakallinu er þjónað út frá Skálholti og hér hafa setið prestur og vígslubiskup í áraraðir og lengi rektor sem var líka vígður prestur. Hafa þeir þjónað í Skálholtsdómkirkju og líka prestakallinu öllu sem hefur stækkað með árunum. Núna eru hér átta sóknir og 12 kirkjur. Það eru sóknarkirkjurnar Skálholts-, Mosfells-, Úlfljótsvatns-, Þingvalla-, Miðdals-, Haukadals-, Bræðratungu- og Torfastaðakirkjur. Til viðbótar eru Búrfells- og Stóruborgarkirkjur í Mosfellssókn og þar í sókn er einnig Sólheimakirkja í hinu mæta samfélagi Sólheima. Í Miðdalasókn er svo hin merka bændakirkja í Úthlíð.



Fermingarbörn hafa verið kölluð til fræðslusamveru á þriðjudögum kl. 15.30 og 16.30 og unglingum er boðið að koma á æskulýðsfundi alla mánudaga kl. 19.30. Báðir þessir þættir í safnaðastarfinu eru í Gestastofunni í Skálholti, háreista húsinu á milli kirkju og skóla en þar er gengið inn að vestanverðu.


Messurnar í nóvember eru sem hér segir og eru allir velkomnir í þær allar. Reyndar óskar vígslubiskup eftir því að fólk fjölgi kirkjugöngum og mæti vel til kirkju svo það verði alveg ljóst að það þarf að auglýsa eftir nýjum presti sem fyrst á nýju ári eftir fráfall sr. Egils Hallgrímssonar í júní sl. Vígslubiskup í Skálholti mun þjóna Skálholtsprestakallli fram yfir áramót og vonandi að ná að dekka alveg þann tíma meðan ráðningarbann er við líði í kirkjunni. Fáeinir vinir sr. Kristjáns munu engu að síður taka að sér eina og eina messu því sú hefð hefur verið í áratugi að vígslubiskup og sóknarprestur hafa verið að þjóna sitthvorri kirkjunni á sama tíma á hátíðum og erfitt fyrir einn mann að sinna því þannig. En þannig helst hefðin í sókninni þessi jól og áramót sem verður svo áfram haldið á næstu árum.


Messað er hvern helgan dag í Skálholtsdómkirkju og á flesta virka morgna er auk þess sungin morgunbæn kl. 9 sem kallast á latínu prim. Og hér er yfirlitið fyrir nóvember:


14. nóvember Næst síðasti sd. e. trin. – Kristniboðsdagurinn – Feðradagurinn

Skálholtsdómkirkja – Messa kl. 11 – Sr. Kristján Björnsson. Organisti Jón Bjarnason.

Fermingarbörn og foreldrar eru boðaðir sérstaklega og það er fundur á eftir með þeim.

Torfastaðakirkja – Messa kl. 14 – Sr. Kristján Björnsson. Organisti Jón Bjarnason.

Aðalsafnaðarfundur í Torfastaðakirkju eftir messu. Formaður er Brynjar Sigurgeir Sigurðsson.

Skálholtsdómkirkja – Djáknavígsla kl. 17 - Sr. Kristján Björnsson. Organisti Jón Bjarnason.

Heiða Björg Gústafsdóttir verður vígð djákni til Kefavíkurkirkju.


21. nóvember Síðasti sd. kirkjuársins – Eilífðarsunnudagur

Skálholtsdómkirkja – Messa kl. 11. Ferming – Sr. Óskar H. Óskarsson. Organisti Jón Bjarnason.


28. nóvember Fyrsti sunnudagur í aðventu

Skálholtsdómkirkja – Messa kl. 11. Spádómakertið tendrað á aðventukransinum. Börnin fá spjall

og fjársjóðskistu. - Sr. Kristján Björnsson. Organisti Jón Bjarnason.

Haukadalskirkja – Messa kl. 13. Spádómakertið tendrað á aðventukransinum. Börnin fá spjall

og fjársjóðskistu. – Sr. Kristján Björnsson. Organisti Jón Bjarnason.

Kirkjukaffi og aðalsafnaðarfundur á Hótel Geysi eftir messu. Formaður er Einar i Kálfholti.

30. nóvember Andrésarmessa. Morgunbæn, prim í Skálholtsdómkirkju.

Úlfljótsvatnskirkja

Torfastaðakirkja

Haukadalskirkja

Miðdalakirkja

Sólheimakirkja

Búrfellskirkja

Stóruborgarkirkja

Úthlíðarkirkja

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page