top of page

Fræðsluganga 10. ágúst kl 17:00 FELLUR NIÐUR!

Fræðsluganga Bjarna Harðarssonar sem átti að vera 10. ágúst kl 17:00 FELLUR NIÐUR!


Hinsvegar kemur Bjarni Harðar þann 31. ágúst nk kl 18:00 og leiðir gönguna "Dauðra manna sögur".

Bjarni mun endurtaka leikinn frá í fyrra og ganga með gesti í spor dauðra manna í Skálholti. Hann mun segja sögur sem tengjast dauðanum og yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti eins og honum einum er lagið.


Sagðar verða sögur, gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti. Gengið verður um svæði sem þekkt eru fyrir sagnir, þjóðsögur og atburði sem fá hárin til að rísa. Minningarsteinn um aftöku Jóns Arasonar og sona hans verður heimsóttur, farið inn í Þorláksbúð, í gegnum undirgöngin og sagðar ýmsar sögur af yfirnáttúrulegum atburðum úr fortíð og nútíð sem gerst hafa í Skálholti.


Búið ykkur undir gæsahúð! Ekki fyrir viðkvæma!


Gangan er auðveld, öllum opin og ókeypis! Verið hræðilega velkomin í Skálholt!


Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page