top of page

Fjölmenni í Ragnheiðargöngu með Friðriki Erlingssyni

Í ár eru liðin 380 ár frá fæðingu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur en hún fæddist 8 september 1641. Friðrik Erlingsson leiddi hóp gesta ásamt sr Kristjáni Björnssyni Vígslubiskupi um slóðir Ragnheiðar en hún fæddist og bjó sína stuttu ævi í Skálholti.


Saga Ragnheiðar er harmþrungin en hún ólst upp í Skálholti við töluverð forréttindi sem biskupsdóttir. En þau forréttindi snérust upp í andhverfu sína þegar sá kvittur kom upp að hún ætti í óleyfilegu ástarsambandi við kennara sinn Daða Halldórsson. Sögusagnirnar voru teknar alvarlega og var hún látin sverja skírlífseið í votta viðurvist í Skálholtskirkju. Sléttum 9 mánuðum síðar eignaðist Ragnheiður soninn Þórð Daðason, en 2 mánuðum eftir fæðingu hans var hann tekinn af henni og settur í fóstur. Hún þurfti að gangast undir opinbera aflausnarathöfn í Skálholtskirkju. Ári síðar lagðist sótt á Skálholtsstað og létust margir og þar á meðal Ragnheiður. Hún var einungis 22 ára þegar hún lést árið 1663.




Friðrik Erlingsson viðaði að sér mikilli þekkingu um sögu Ragnheiðar við gerð Óperunnar Ragnheiður. Hann leiddi gesti um Skálholtstorfuna og fór yfir sögu hennar. Gengið var um fornminjasvæðið en þar bjuggu bæði Ragnheiður og Daði, um Kirkjuna þar sem eiðurinn og aflausnarathöfnin fór fram en síðar gengu gestir um undirgöngin þar sem Ragnheiður og Daði hafa eflaust mæst á sínum tíma. Minningarmark um Ragnheiði og fjölskyldu hennar var skoðað en gangan endaði í Þorlákssæti en þar sat Ragnheiður löngum með hugsunum sínum.





Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page