Fjölmenni í afmælisgöngu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur
Hátt í 70 manns mættu í "afmæli" Ragnheiðar Brynjólfsdóttur, en hún fæddist miðvikudaginn 8. sept fyrir réttum 380 árum. Friðrik Erlingsson leiddi gesti um staðinn og fór yfir sögu Ragnheiðar en hann er sá Íslendingur sem þekkir sögu hennar hvað best enda skrifaði hann Óperuna Ragnheiður sem var frumflutt í Skálholti haustið 2013.
Saga Ragnheiðar og fjölskyldu hennar er mörgum hugleikin en viðburðir hennar eru afar dramatískir og sorgleg örlög aðalpersónanna snerta hjörtu fólks. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir sögu Ragnheiðar og standa vonir til að halda áfram að bjóða upp á viðburði tendum ævi hennar og örlögum í Skálholti.
