top of page

Fermingjarfjör í Skálholti veturinn 2023 - 2024

Skálholtsstaður býður prestum að koma með fermingarhópa í Skálholt og eiga ánægjulegan dag með vandaðri fræðslu í bland við fjör. Löng hefð er fyrir fermingarfræðslu í Skálholti og verður hún endurvakin í vetur með breyttu sniði.


Sr Pétur Ragnhildarson prestur í Fella- og Hólakirkju, og sr Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti stýra dagskrá ásamt Jóni Bjarnasyni organista Skálholtsdómkirkju. Dagskráin miðar að því að fræðslan sé í takti við fermingarundirbúning en nóg verður af fjöri til að halda uppi góðri stemmningu.


Dagskrá:

· Fermingarfræðsla og umræður

· Staðarskoðun og ratleikur um Skálholt

· Óskalögin við orgelið með Jóni Bjarnasyni

· Hópefli

· Kyrrðarstund

· Frábærar unglingavænar veitingar á Veitingahúsinu Hvönn


Mæting kl 10:00 – Brottför kl 15:00


Dagskráin verður í Skálholti eftirfarandi mánudaga í vetur:

· 2, 9, og 30 október 2023

· 6, 13 og 27 nóvember 2023

· 5, 12, 19 og 26 febrúar 2024

· 4, 11 og 18 mars 2024


Stærð hópa verða um 20 fermingarbörn svo að dagskráin gangi vel og einstaklingarnir njóti sín. Smærri sóknir með fá fermingarbörn geta sameinast um heimsóknina.


Verð pr barn er 7000 kr en Héraðssjóður styrkir fræðsluna að fullu.


Hægt er að skrá fermingarhópinn með því að senda póst á skalholt@skalholt.i eða hringja í síma 856 1517.
Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page