top of page

Fermingarfjör í Skálholti

Mánudaginn 26. febrúar nk verður fyrsta "fermingarfjörið" í Skálholti haldið en um er að ræða fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir fermingarbörn sem sækja Skálholt heim. Dagskráin er að hluta styrkt úr Héraðssjóði Suðurlandsprófastdæmis en fyrsti hópurinn kemur úr Uppsveitum Árnessýslu, úr Hruna - og Skálholtsprestakalli.


Pétur Ragnhildarson, prestur í Breiðholtsprestakalli, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti og Jón Bjarnason organisti í Skálholti halda utan um dagskrána.


Dagskráin hefst með kynningu en svo er börnunum skipt í hópa þar sem sum fara í hópefli en önnur í ratleik um Skálholtsstað þar sem þau kynnast m.a. sögu Skálholts. Í hádegishléinu er boðið upp á pizzu á Veitingastaðnum Hvönn. Eftir hádegið fá börnin kynningu á orgelinu hjá Jóni Bjarnasyni, hugsanlega tekur hann nokkur óskalög við orgelið. Að lokum safnast hópurinn í kirkjuna í kyrrðarstund. Áður en börnin fara heim verður boðið upp á skúffuköku.


Þetta er í annað sinn sem fermingardagskrá með þessu tagi er haldin í Skálholti, en fyrsti hópurinn kom 2022. Í fyrra þurfti að gera hlé vegna framkvæmda í Skálholtskirkju.


Ráðgert er að bjóða uppá fermingarfjör í Skálholti áfram og eru þau sem áhuga gætu haft að koma með hópa í slíka dagskrá beðin um að setja sig í samband vð Herdísi Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Skálholts í gegnum netfangið skalholt@skalholt.is


Hér má sjá myndir frá 2022.
Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page