Fagnaðarefni að koma saman í kirkju um jólin - Uppfærð frétt!

Það var einstök upplifun að fá að syngja hátíðarsöngva sr. Bjarna Þorsteinssonar og alla fallegustu jólasálmana á æfingu Skálholtskórsins í gærkvöldi. Núna komum við saman í flestum kirkjum í Skálholtsprestakalli um jólin. Við miðum að sjálfsögðu við allar sóttvarnarreglur og andlitsgrímur. Miðað er við hámark 50 manns í öllum kirkjunum við allar messur en vegna þess að meira rými er í Skálholtsdómkirkju verður hólfaskipt þar og allir velkomnir. Biðjum við alla að fara að öllu með gát en það eru allir velkomnir. Verði fullsetið, sem er ólíklegt, bjóðum við jólafólkinu okkar að koma í næstu hátíðarguðsþjónustu.
Vegna sérstakra aðstæðna falla niður hátíðarguðsþjónustur í Bræðratungukirkju á 2. dag jóla og Úthlíðarkirkju 3. dag jóla.
Guð gefi þér gleðileg jól!
23. desember Þorláksmessa (fimmtudagur)
Skálholtsdómkirkja – Morgunbæn og altarisganga kl. 9 árdegis.
24. desember Aðfangadagur jóla
Sólheimakirkja – Aftansöngur kl. 16. Organisti Ester Ólafsdóttir. Sr. Hannes Örn Blandon.
Skálholtsdómkirkja – Aftansöngur kl. 18 með hátíðarsöngvum. Hólfaskipt kirkja.
Skálholtskórinn. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson
24. desember Jólanótt
Skálholtsdómkirkja – Hátíðarmessa kl. 23.30. Sérstök stund með hátíðarsöngvum.
Skálholtskórinn. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson. Hólfaskipt kirkja.
25. desember Jóladagur
Miðdalskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson.
Skálholtsdómkirkja – Hátíðarmessa kl. 14 með hátíðarsöngvum. Hólfaskipt kirkja.
Skálholtskórinn. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson
Þingvallakirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Organisti Ester Ólafsdóttir. Sr. Bolli Pétur Bollason.
26. desember Annar dagur jóla (sunnudagur) (athugið breytta messutíma)
Úlfljótsvatnskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson
Mosfellskirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Organisti Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson
Bræðratungukirkja – Hátíðarguðsþjónustan FELLUR NIÐUR!
27. desember Guðsþjónustu í Úthlíðarkirkju er FRESTAÐ!