top of page

Byrjað að vinna í efsta hluta Þorláksleiðar


Í dag hófst vinna við efsta hluta Þorlálsleiðar sem liggur á kanti Brekkutúns meðfram Fornastuðli og Biskupströðum og upp að minnisvarðanum um herra Jón Arason Hólabiskup sem sést í bakgrunni ef vel er að gáð. Þetta er nánast réttu ári eftir að Skálholtsstaður sótti um styrk til Framkvæmda-sjóðs ferðamannastaða til göngu- og hjólastíga-gerðar sem liggur allt frá Þorlákssæti og niður í gegnum hlaðið og meðfram Skálholtsbúðum og allar götur niður að Stekkatúni við Hvítá og þaðan í Þorlákshver við Brúará. Framkvæmda-sjóðurinn veitti 19 milljónum króna til þessa verks sem unnið skyldi á tveimur árum og lokið 2021. Leiðin er í heild um 4.9 km og er hönnuð til að fara um öll kennileiti sem kennd eru við Þorlák helga og meðfram mörgum öðrum minjum. Landslag hannaði þessa leið og verktakinn í þessum fyrsta áfanga er nágranni Skálholts, Jóhannes Helgason á Brekku. Úthlutnin til Þorláksleiðar var veitt í seinni úthlutun í vor þegar bætt hafði verið í Framkvæmdasjóðinn. Vegna nálægðar við minjar er gott samstarf við minjavörð Suðurlands.


Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page