top of page

Afleysing í Skálholtsprestakalli


Við skyndilegt andlát sr. Egils Hallgrímssonar hefur héraðspresturinn, sr. Axel Á. Njarðvík, tekið að sér afleysingu um sinn meðan ekki hefur verið auglýst eða ráðið í embættið. Þjónustan er mikilvæg og sóknirnar margar auk þess að all margar athafnir hafa verið skipulagðar af sr. Agli í sumar. Sumarið er óvenjulegt á margan hátt í ljósi heimsfaraldursins og nægir að nefna fermingarmessur í allt sumar en í venjulegu ári væru þær þegar haldnar. Reynt verður að halda öllu skipulaginu en fólki er bent á að hafa samband við sr. Axel beint í síma 856 1574 til að spyrjast fyrir og staðfesta en einnig vegna viðtala og sálgæslu. Gagnkvæmar afleysingar hafa verið um sumarleyfi milli nágrannaprestanna sr. Egils og sr. Óskars Óskarssonar í Hruna og munu þeir sr. Axel núna leysa hvorn annan af á þessu sumri þegar við kveðjum sóknarprestinn okkar svo skyndilega. Við biðjum Guð að blessa minningu sr. Egils, okkar kæra vinar, og styðja ástvini hans á erfiðum tíma.


Sr. Axel Á. Njarðvík annast messuna núna á eftir og áfram næstu sunnudaga en messað er hvern helgan dag í Skálholtsdómkirkju og eftir nánara skipulagi á útkirkjunum níu að Úlfljóstsvatni, Búrfelli, Stóru Borg, Mosfelli, Torfastöðum, Bræðratungu, Haukadal, Miðdal og Þingvöllum. Skálhotlsbiskup vottar sóknarbörnum og samstarfsfólki sr. Egils innilega samúð og vonar að allir njóti þjónustu við missi prestsins okkar.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page