Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja í dag


Aðalfundur Skálholtsfélagsins nýja er haldinn í dag, 23. júní, í Skálholtsskóla. Hlutverk félagsins er að efla og styrkja Skálholt sem helgistað og sögustað kirkju og þjóðar og er félagið opið öllu áhugafólki um Skálholt í sögu og samtíð. Formaður er Erlendur Hjaltason í Höfða. Fundurinn hefst kl. 17 og er boðið uppá sögugöngu eða rölt í staðnum kl. 16 með leiðsögn sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups. Hægt er að fá kaffi og kvöldverð á veitingastaðnum í Skálholtsskóla en kvöldverð þarf að panta í síma 486 8870.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square