top of page

Heimsráðstefnan Faith for Nature í Skálholti er samtímis í fimm heimsálfum


Í Skálholti hófst heimsráðstefna allra helstu trúarbragða veraldar um loftslagsmál mánudaginn 5. október og er að vænta niðurstöðu á fimmtudag. Þetta er í fyrsta sinn sem helstur leiðtogar allra helstu trúarbragða sameina krafta sína í einu verkefni enda er málið sannarlega talið varða alla framtíð jarðarbúa og velferð náttúrunnar og komandi kynslóða. Unnið er með skjal og yfirlýsingu sem umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mun flytja á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í febrúar n.k. í krafti Norðurlanda og allra trúarbragða. Ríkisstjórn Íslands er aðal gestgjafinn ásamt Þjóðkirkjunni og Skálholti. Fundarstaðir heimsþingsins eru í Norður Ameríku, Suður Ameríku, Afríku, Asíu og Ástralíu og Evrópu. Hver fundarstaður hefur verið að senda inn skýrslur og hver leiðtoginn af öðrum leggur í þann sameiginlega sjóð og sjónarmið sem verður til á þessu þingi.

Hér er hlekkurinn á heimasíðu ráðtefnunnar og þar er að finna streymi á þeim útsendingum sem eru í gangi á hverjum degi og einnig myndbönd og fréttir af opnunarfundinum og næstu fundum jafnóðum https://faithfornature.org/ og á streymið https://faithfornature.org/live-stream/

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) hefur lýst því yfir að þessi heimsráðstefna sem hefur Skálholt sem móðurstöð sé sögulegur viðburður.

Sögulegt vegna þess að það er í sjónmáli að sameina öll trúarsamfélög um sameiginlegar aðgerðir í umhverfismálum.

Á ráðstefnunni eru 450 manns úr 60 löndum sem eru að velta því fyrir sér hvernig samtök með trúarlegan bakgrunn geti sameinast um að gera heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að veruleika - meiri ást með breyttum lífsvenjum, eins og Evrópuhópurinn komst að orði.

Hér tala leiðtogar úr röðum kaþólskra, réttrúnaðarkirkju, lútherskra, Súnnímúslíma, Shia múslíma, búddista, bahaí'a, hindúa o.fl.

Það er ótrúlega upplífgandi að heyra hvað sjónarmiðin eru áþekk og sameiginlegur kjarni í öllum málflutningi, tengsl manns og náttúru snerta okkur öll.

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur í 3 ár unnið að því að fylkja trúarsamfélögum að baki heimsmarkmiðanna. Dr. Andrés Arnalds sem var lengi í alþjóðlegum landgræðsluverkefnum sannfærði okkur hér á Íslandi að það skipti mkilu máli að hafa trúarsamfélög með sér í uppgræðsluverkefnum á heimsvísu.

Við náðum saman hér í Skálholti fyrir ári, landgræðslufólk og kirkjufólk ásamt fræðafólki úr ýmsum áttum og vorum síðan með málstofur á Hringborði norðurslóða 2019 Arctic Circle. Í sambandi við það náðum við tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og í samstarfi við hana og ríkisstjórn Íslands hafa Þjóðkirkjan, Landgræðslan, Félag Sameinuðu þjóðanna, Skógræktin, Landvernd, Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun HÍ og margir fleiri skipulagt ráðstefnuna í Skálholti sem vegna Covid er á netinu og teygir sig um allan heim gegnum heimssamtökin Religions for Peace og National Religious Partnership for Environment.

Það er stórmerkilegt að hafa náð þessum árangri á einu ári. Líklega hefðu fáir verið nógu vitlausir til þess að halda að svona verkefni gæti gengið upp á svona stuttum tíma. En það er að gerast - búið að leggja ljósleiðara í Skálholt og forsvarsmenn Bláskógabyggðar, Míla, Origo, TRS og Sonic hafa unnið kraftaverk í tæknimálum. Allt hefur gengið snurðulaust og gaman að fylgjast með fjölbreytni trúarbragða og einingu andlegra leiðtoga í gegnum netið. Þrátt fyrir fjarlægðina er ósvikið Skálholtsyfirbragð á ráðstefnunni. Forseti íslands, umhverfis- og auðlindaráðherra og biskup Íslands voru okkur til mikils sóma og lyftu samkomunni á margan hátt í setningarathöfninn.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson lýsti yfir eindregnum vilja sínum til þess að koma niðurstöðum ráðstefnunnar áleiðis til 5. Umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. Inger Andersen,frankvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna stafesti fyrir sitt leyti að hún hefði átt í árangursriku samtarfi við íslenska umhverfisráðherrann.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page