top of page

Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir

Það hefur reynt á útfærslur og skipulag á öllum þáttum í dagskrá og dvöl á kyrrðardögum í Skálholti vegna smithættu og vörnum á viðsjálverðum tímum. Farið hefur verið yfir alla þættina og framkvæmd þeirra niður í smáatriði. Það ætti því ekki að skapa hættu á smiti jafnvel þótt einstaklingar á námskeiðinu verði kallaðir inn í sóttkví af smitrakningarteymi Landslæknis ef öllu hefur verið fylgt sem búið er að skipuleggja. Á kyrrðardögum hefur það gerst að þátttakandi hafi verið kallaður til að fara í sóttkví og hefur það ekki sett aðra þátttakendur í sóttkví sjálfkrafa. Þegar sú staða kom upp fékk viðkomandi morgunverð inná herbergi áður en hún yfirgaf námskeiðið og eftir það var herbergið sótthreinsað. Þannig hefur verið unnið síðan í vetur er þessi staða kom fyrst upp.

Fjarlægðin milli fólks og þögnin, bann við samskiptum í töluðu máli, er lykill að þessu og svo eru allir þátttakendur einir í herbergi og auðvelt er að sitja í matsal og öðrum sölum og setustofum með fullkomna fjarlægð á milli. Þá er stólum raðað í kirkju þannig að gott bil er á milli og allur upplestur tekur mið af því að Covid vírusinn berst með úðasmiti. Við altarisgöngu er engin snerting við útdeilingu og bil á milli fólks er það gengur innar. við prefasíuna gætir presturinn þess að tala ekki innsetningarorðin yfir efnunum og sprittar hendur fyrir útdeilingu.

Í matsal er matur ýmist borinn fram á diskum þar sem fólk hefur sest að borðum eða nóg er af áhöldum fyrir alla þegar matur er borinn fram á hlaðborði. Þá er Skálholtsskólinn lokaður fyrir aðra á meðan á kyrrðardögum stendur og er hámarksfjöldi þátttakenda 18 manns.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page