Kyrrðardagar fullbókaðir og bætt er við kyrrðardögum kvenna í október og kyrrðardögum á aðventu fyri


Það er greinilegt að kyrrðardagar í Skálholti eru vel sóttir og fullbókað er að námskeið sem eru núna í september. Námskeiðið um fyrirgefninguna er í gangi og fullbókað. Kyrrðardagar kvenna í næstu viku eru meira en fullbókaðir og verða margir frá að hverfa. Þegar er orðið hálfbókað á kyrrðardaga í kyrruviku 2021. Til að bregðast við þessari góðu aðsókn hafa leiðtogar kyrrðardaga kvenna ákveðið að bæta við kyrrðardögum kvenna í lok október (29. okt. til 1. nóv.) og verður opnað fyrir skráningu á þá daga innan skamms. Nú var verið að setja inn skráningarsíðu hér fyrir kyrrðar-daga á aðventu 4. - 6. desember.

Þegar vel er að gáð fellur dagskrá og skipulag kyrrðardaga í Skálholti einstaklega vel að þeim sóttvarnartímum og aðstæðum á tíma heimsfaraldurs. Þátttakendur dvelja einir í herbergi og sitja dreifð um matsalinn, í kirkjunni og á sal í skólanum þar sem íhugunarstundirnar eru. Samskipti eru vissulega til staðar en í samskiptunum er talið tekið út með þögninni sem sett er í upphafi og leyst í lokin. Margir njóta þess að ganga um hlaðið og á gönguleiðum út frá heimatorfunni. Á meðan kyrrðardagar eru í Skálholtsskóla er allur skólinn lokaður öðrum.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square