Gengið um norðurdyr vegna framkvæmda

Allir eru velkomnir í Skálholt sem fyrr og hefur fjöldi ferðamanna heimsótt staðinn í sumar. Að mestu eru það Íslendingar sem hafa notað tækifærið og ferðast innanlands og komið í þennan helga sögustað þjóðarinnar. Yfirleitt eru fáir á ferli í einu og upplagt á tímum Covid19 að eiga tíma í helgidóminum og á safninu í kjallara forkirkjunnar með undirgöngunum eða í Þorláksbúð. Kaffi og matur er á boðstólum í Skálholtsskóla en þar er gætt að öllum viðmiðunum almannavarna.

Vegna viðgerða á tröppum Skálholtsdómkirkju eru aðal kirkjudyr lokaðar en gengið um norðurdyr sem eru austast á norðurhlið kirkjunnar og sjást á þessari mynd. Er þá gengið í gegnum tækjarými kirkjunnar sem er greið leið og komið beint inní hákórinn.

Líkt og í sumar hefur verið innheimt bílastæða- og komugjald sem er aðeins kr. 750,- fyrir fólksbílinn með öllum farþegum. Hægt er að leggja gjaldið í bauk sem er í stigagangi á leiðinni niður á sögusýninguna í kjallara eða koma í Skálholtsskóla og greiða þar.

Skálholtsstaður þakkar allan stuðning og framlög og vonar að tröppuviðgerðin trufli ekki heimsóknirnar en þetta ástand verður fram til laugardagsins 22. ágúst.

Þá má geta þess að minjasvæðið hefur sjaldan verið betur hirt og er verið að koma upp nýjum upplýsingaskiltum á útsýnispallinum þar sem komið er úr undirgöngunum fornu. Einnig er vert að minna á að búið er að slá gönguleið sem verður hluti af Þorláksleið yfir á Biskupstraðir og einnig niður á Vestari biskupstraðir þar sem leiðin liggur með prenthúsinu, Fjósakeldu þar sem fjós voru til forna og framhjá Þorláksbrunni.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square