top of page

"Ég kalla á þig með nafni" með hátíðardagskrá, helgihaldi, tónleikum, pílagrímagöngum og s


Hátíðarerindið á Skálholtshátíð flytur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og er það í hátíðardagskránni á sunnudag, eftir orgeltónleika, hátíðarmessu og kirkjukaffi.

Skálholtshátíð 2020 ber yfirskriftina "Ég kalla á þig með nafni" og er haldin núna um helgina, 18. - 19. júlí. Góð kynning á dagskrá er á vef Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is.

https://www.kirkjan.is/frettir/frett/2020/07/13/Glaesileg-dagskra-/

Tónleikar eru helgaðir tónlist frá tíma Jón Vídalíns Skálholtsbiskups 1697-1720 enda er verið að minnast 300. ártíðar hans bæði með bókaútgáfu (sem verður kynnt á hátíðinni) og með málþingi í ágúst.

Hér kemur dagskráin í heild sinni og með þeirri leiðréttingu að pílagrímgangan frá Þingvöllum að Neðra Apavatni er á laugardeginum en ekki föstudegi einsog slæddist óvart inní dagskrána.

Skálholtshátíð 2020 – Yfirlit yfir dagskrá helgarinnar

Föstudagur 17. júlí:

Pílagrímaganga úr Stíflisdal til Þingvalla. Gangan hófst á Reynivöllum í Kjós fimmtudaginn 16. júlí undir leiðsögn sr. Örnu Grétarsdóttur.

Pílagrímaganga af Bjarteyjarsandi til Þingvalla. Gangan hófst á Bæ í Borgarfirði miðvikudaginn 15. júlí undir leiðsögn sr. Elínborgar Sturludóttur og Huldu Guðmundsdóttur.

Söguganga á hluta Þorláksleiðar í Skálholti kl. 15 – 19.50 með síðdegiskaffi og kvöldverði. Sjá viðburð á skalholt.is.

Mikilvægt er að skrá sig í þessar göngur á heimasíðu Skálholts

Kvöldverður í Skálholtsskóla kl. 18.30

Tónleikar í Skálholtskirkju kl. 20. FriFraVoce og Vox Felix

Kvöldbæn í Þorláksbúð kl. 21. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir tíðargjörðina.

Laugardagur 18. júlí:

Pílagrímaganga frá Þingvöllum til Neðra Apavatns. Hefst með fararblessun Skálholtsbiskups í Þingvallakirkju kl. 9. Hér sameinast göngur frá Reynivöllum í Kjós og Bæ í Borgarfirði.

Útimessa við Þorlákssæti kl. 10.30. Skálholtshátíð sett.

Opnun útilistaverkasýningar Rósu Gísladóttur kl. 11.30

Hádegisverður í Skálholtsskóla kl. 12

Leiðsögn og ganga um minjasvæðið kl. 13.30

Fornleifafræðingarnir Mjöll Snæsdóttir og Gavin Murray Lucas veita leiðsögn um uppgröft og minjar á heimatorfunni.

Kaffihlaðborð í Skálholtsskóla kl. 15.

Tónleikar Skálholtskórsins og Jóns Bjarnasonar kl. 16.

Tónlist frá tíma Jóns Þorkelssonar Vídalín, Skálholtsbiskups 1698-1720, eftir eftir Johann S. Bach, George F. Händel, Antonio Vivaldi o.fl. Skálholtskórinn. Kórstjóri og organisti: Jón Bjarnason.

Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18.

Sunnudagur 19. júlí, Skálholtshátíð:

Morgunbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 9 árdegis

Pílagrímagöngur frá Neðra Apavatni og frá Bræðratungukirkju. Göngurnar hefjast kl. 9 á báðum stöðum. Leiðsögumaður í seinni göngunni er sr. Dagur Fannar Magnússon.

Mjög gott er að skrá sig á heimasíðu Skálholts eða láta leiðtogana vita.

Orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar kl. 11

Orgelverk eftir J.S Bach og tónlistin sem Jón Vídalín Þorkelsson heyrði.

Hádegisverður í Skálholtsskóla kl. 12

Hátíðarmessa á Skálholtshátíð kl. 14

Skálholtskórinn syngur. Trompetleikarar eru Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson. Organisti er Jón Bjarnason. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup prédikar og þjónar fyrir altari ásamt frú Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, sr. Agli Hallgrímssyni, sr. Maríu Rut Baldursdóttur, sr. Aldísi Rut Gísladóttur, sr. Geir Waage, sr. Degi Fannari Magnússyni, sr. Elínborgu Sturludóttur, sr. Örnu Grétarsdóttur, Drífu Hjartardóttur, og Árna Gunnarssyni. Meðhjálpari er Elinborg Sigurðardóttir. Fyrir messu og í inngangi messunnar er móttaka pílagrímagöngufólksins.

Kirkjukaffi í Skálholtsskóla kl. 15 í boði Skálholtsstaðar.

Hátíðarsamkoma í Skálholtsdómkirkju kl. 16

Ávarp: Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Hátíðarerindi: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Erindi tveggja fornleifafræðinga um niðurstöður fornleifarannsókna í Skálholti 2002 – 2007 og fréttir af útgáfu rannsóknanna: Mjöll Snæsdóttir og Gavin Murray Lucas, prófessor. Skálholtskórinn og einleikarar flytja tónlist í dagskránni með Jóni Bjarnasyni, organista. Stuttar fréttir úr Skálholti. Kynning á útgáfu ritverks um Jón Þorkelsson Vídalín í tilefni 300. ártíðar hans. Vígslubiskup, sr. Kristján Björnsson stýrir dagskrá og slítur Skálholtshátíð 2020 formlega með fararbæn.

Kvöldbæn í Skálholtsdómkirkju kl. 18.

Þorláksmessa á sumar 20. júlí:

Morgunmessa í Skálholtsdómkirkju kl. 9

Verið hjartanlega velkomin á Skálholtshátíð,

Kristján Björnsson

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page