top of page

Sumartónleikar, kaffihlaðborð og málverkasýning

Fyrri helgi Sumartónleikanna hófst með opnunartónleikum í gær, fimmtudag, og heldur áfram í kvöld og laugardag og sunnudag. Stjórnendur Sumartónleikanna bjóða fólk velkomið með gleði í hjarta og þakklæti fyrir að tónleikarnir geta farið fram á tímum sem þó krefjast ennþá varúðar í ljósi heimsfaraldursins.Þá verður kaffihlaðborð á milli tónleika í Skálholtsskóla bæði laugardag og sunnudag. Messan verður á sínum stað á sunnudagsmorgni og mun tónlistarfólkið á Sumartónleikum flytja þar valda tónlist. Á laugardeginum er opnun málverkasýningar 12 listamanna í Skálholtsskóla kl. 11.

Í kirkjunni og í matsal er gætt að öllum tilmælum almannavarna og fólk er beðið að setjast með hæfilegu millibili. Í kirkjunni er annar hver bekkur lokaður og það er handspritt í andyrinu. Í matsal hafa kaffiveitingar verið einfaldaðar. Einnig er hægt að biðja um tertuskammt á disk.

Öll dagskrá Sumartónleikanna er á www.sumartonleikar.is en hér er stiklað á stóru:

Á dagskrá Sumartónleikanna í kvöld, föstudag, er Aldasöngur og íslenskar gersemar í flutningi Cantoque Ensemble og Steinars Loga Helgasonar.

Á laugardag hefst dagskrá Sumartónleikanna með tónlistarspjalli kl. 13.15 í kirkjunni þar sem tónleikarnir verða einnig. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og nefnast "Áður í páfadóm - Trúarleg íslensk tónlist" og er í flutningi Cantoque Ensemble og Steinars Loga Helgasonar.

Sunnudagurinn hefst með messunni kl. 11 þar sem sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar en tónlistarfólk Sumartónleikanna flytja nokkur verk og Jón Bjarnason leikur á orgelið.

Á sunnudag eru Fjölskyldutónleikar með Guðbjörgu Hilmarsdóttur og Kára Þormari kl. 14. Kl. 16, eða eftir kaffihlaðborðið, eru Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar með tónleika sem nefnast Barokk í Skálholti.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page