Myndlistarsýning 12 listamanna opnar 4. júlí kl. 11


Hópur listafólks opnar samsýningu í Skálholtsskóla laugardaginn 4. júlí kl. 11 og eru allir hjartanlega velkomnir. Listafólki kemur víða að og er sýningin þannig sett upp að í matsal er eitt verk frá hverju og einu og svo fleiri verk í fyrirlestrarsal skólans og á ganginum þar.

Listamennirnir eru Finnur (Sigurfinnur Sigurfinnsson), Guðný Þórey Stefnisdóttir (Gaja), Gulli Ara, Halldóra Sigurðardóttir, Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir, Inga Rósa Kristinsdóttir, Jóhannes K. Kristjánsson, Jónína Björk Hjörleifsdóttir (Jóný), Kristjana Unnur Valdimarsdóttir, Laufey Konný Guðjónsdóttir, Ósk Laufdal Þorsteinsdóttir og Sólrún Björk.

Listformið er ólíkt en málverk í meirihluta og er gaman að þessari fjölbreytni. Sýningin mun standa uppi allan júlímánuð og er hægt að skoða hana og njóta á meðan Sumartónleikar eru í Skálholti og á Skálholtshátíð. Aðgangseyrir er enginn og það er hægt að fá sér kaffi eða máltíðir í Skálholtsskóla á opnunartíma sem er að jafnaði á milli kl. 9 árdegis og til kl. 18 eða lengur ef pantaður er kvöldverður í síma 486 8870.

Rétt er að benda á að ef hópar eru á ferðinni gæti verið betra að hringja áður því það getur verið að salurinn verði upptekinn vegna funda eða ráðstefnuhalds.

Tags:

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square