top of page

Björgunarsveit Biskupstungna annaðist hreinsunardag við Hvítá


Björgunarsveit Biskupstungna tók að sér að hreinsa fyrir Skálholt járnarusl og annað fágæti sem rekið hefur uppá bakka Hvítár og einnig miklar druslur og víra sem tengdist enda á hestagirðingunni þvert yfir Skálholtstungu þar sem hún er þrengst. Núna er þetta svæði orðið eitt vinsælasta veiðisvæði við Hvítá og er þá hægt að ganga núna frá eyrunum og upp á klappirnar sem liggja undir Stekkatúnsholtinu. Þetta er efra veiðisvæði Skálholts í Hvítá sem nær þaðan upp á Torfholtið og að ósi Undapolls.

Er Skálholtstaður afar þakklátur fyrir þessa aðstoð sjálfboðaliðanna og segja má að það geti haft ákveðið forvarnargildi í slysavörnum.

Þess má til fróðleiks geta að girðingarstæðið er orðið all gamalt þótt þessi vírgirðing og endafesting í Hvítá sé það ekki. Elsta girðing eða garðlag sem enn er sýnilegt liggur einmitt út að Hvítá rétt ofan við Stekkatún og þaðan þvert yfir að Brúará rétt ofan við Þorlákshver. Sá garður er frá því um 1200 og er verndaður. Þá má einnig geta þess að við enda á þeim garði fannst á síðustu öld næla sem er talin vera frá 10. öld og er elsti gripur sem fundist hefur í landi Skálholts en þeir fornmunir allir eru ríflega 70 þúsund.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page