Þýskur unglingakór býður til tónleika í Skálholti 17. júlí ásamt Gospelkór af Suðurnesjum


Unglingakórinn FriFraVoce frá þýska sambandslandinu Rheinland Pfalz kemur og heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju föstudaginn 17. júlí kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Þýski unglingakórinn telur um 30 manns og dvelur í Skálholti á ferð sinni hér á landi. Kórinn óskaði eftir samstarfi við íslenskan kór og hafði Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri milligöngu um að Vox Felix sem er gospelkór á vegum safnaða á Suðurnesjum myndi vinna með kórnum.

Næsta sumar mun svo Vox Felix fara í söngferð til Þýskalands á vegum FriFraVoce kórsins.

Stjórnandi unlingakórsins FriFraVoce er Roland Lissmann og stjórnandi Gospelkórsins Vox Felix er Arnór Vilbergsson. Myndin af þýska kórnum er frá undirbúningi þeirra fyrir tónleika í New York. Með íslenska kórnum eru á myndinni nokkrir af Suðurnesjaklerkunum.

Kórarnir munu syngja hvor fyrir sig og einnig saman, m.a. útsetningar á lögum eftir Björk og Ásgeir Trausta.

Aðgangur er ókeypis.

Bent er á að þetta er föstudagur fyrir Skálholtshátíð sem stendur 18. - 19. júlí og lýkur í raun ekki fyrr en með morgunmessu á Þorláksmessu á sumar mánudaginn 20. júlí kl. 9 árdegis þótt hátíðinni verði formlega slitið í lok hátíðardagskrár sunnudaginn 19. júlí. Þá skal einnig bent á að sögugöngunni sem verður í Skálholti fyrr um daginn verður lokið fyrir kl. 20 svo hægt verður að koma mettur á tónleikana.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square