Aðalfundur Skálholtsfélagsins hins nýja 30. júní kl. 13.00

Stjórn Skálholtsfélagsins hins nýja boðar til aðalfundar þriðjudaginn 30. júní 2020 kl 13:00 í Skálholtsskóla.
Venjuleg aðalfundarstörf, þar sem farið verður yfir starf félagsins á síðasta starfsári, helstu verkefni sem unnið er að og fjárhag félagsins.
Jafnframt mun Kristján Björnsson vígslubiskup gera grein fyrir stöðu mála í Skálholti nú í sumarbyrjun.
Þennan sama dag verður söguganga með kaffi og kvöldverði. Farið verður um hlaðið í Skálholti, um Þorláksleið að hluta að Hvítá og Stekkatúni. Áð verður við þekkt kennileiti og sagan skoðuð við valdar fornleifar.
Æskilegt er að skrá sig á þennan viðburð á heimasíðu Skálholts vegna veitinganna: https://www.skalholt.is/events/soguganga-med-kaffi-og-kvoldverdi-30-juni
Því er gott tækifæri þennan dag til að kynnast Skálholtsfélaginu hinu nýja betur og taka þátt í gönguferð um staðinn undir leiðsögn.
F.h. stjórnar Skálholtsfélagsins hins nýja,
Erlendur Hjaltason Formaður