Messufallinu mikla lokið


Fyrsta opna guðsþjónustan eftir messufallið mikla verður í Skálholtsdómkirkju kl. 11 sunnudaginn 17. maí, þjóðhátíðardegi Norðmanna. Þá hefst opin guðsþjónusta um allt land.

Allir eru velkomnir í samræmi við takmarkanir á samkomuhaldi, 50 manns, handabandabann, faðmlagabann og 2ja metra reglan í heiðri höfð.

Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, þjónar fyrir altari og prédikar. Jón Bjarnason, organisti leikur á orgelið og annast tónlistina. Guðsþjónustunni verður einnig streymt á fésbók Skálholts.

Það verður eflaust í minnum haft þegar messufallið mikla varð og einnig yfir páska. Við eigum mikið að þakka að geta aftur komið saman. Skálholtsbiskup vill hvetja fólk til að nota þessi tímamót og hefja kirkjugönguna af krafti en gæta um leið að öryggi allra í anda almannavarna.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square