top of page

Kvikmynd Ósvaldar frá uppgreftrinum 1954 og Skálholtshátíð 1956


Nýlega var opnað fyrir aðgang að ýmsu efni Kvikmyndasafnsins en á meðal þess er kvikmynd Ósvaldar Knudsen frá uppgreftrinum í Skálholti 1954, fundi steinkistu Páls biskups Jónssonar og svipmyndir frá Skálholtshátíðinni 1956. Það er ein fjölmennasta Skálholtshátíð fyrr og síðar. Myndin er einstaklega fróðleg heimild um þennan tíma og á henni sést vel hvernig umhorfs var í Skálholti á þessum tíma. Virðing fyrir sögu, kirkju og helgum minjum er einstök. Þá vekur rödd dr. Kristjáns Eldjárns hlýjar minningar en hann er afar gagnorður um sögu og svið þessa tíma.

Hér fyrir neðan er slóð sem hægt er að velja og opna.

Auk þessarar myndar Ósvaldar er að finna í þessu opna safni Kvikmyndasafnsins stutta búta af þessari mynd þar sem annars vegar er sýnt frá fundi og opnun steinkistunnar og hins vegar frá hinum miklu steinhleðslum sem myndað hafa grunn kirkjunnar sem staðið hefur á sama stað allar þessar aldir frá árinu 1000.

Þá sést í þessari kvikmynd hvernig undirgangurinn var grafinn upp og genginn og staðir fyrri kirkjuhúsa og hlutfall þeirra. Þessi ljósmynd er tekin síðar eða þegar göngin höfðu verið endurgerð og núverandi dómkirkja byggð en þá var steinkistunni komið fyrir sem miðpunkti þeirrar sýningar Þjóðminjasafnsins sem enn er á sínum stað með legsteinunum sem fundust undir gólfi sóknarkirkjunnar og fleiri merkum minjum.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page