top of page

Morgunbænir sungnar hvern virkan morgun í Skálholti með sérstakri bæn fyrir þeim sem líða vegna fara

Hvern virkan morgun er hefðbundin morgunbæn í Skálholtskirkju við altarið úr Brynjólfs- og Valgerðarkirkju sem í Maríustúkunni, norðurstúku kirkjunnar. Síðustu vikur hefur verið beðið sérstaklega fyrir veikum og þeim sem líða og missa í þeim heimsfaraldri sem núna gengur yfir, með bæn fyrir þeim sem eru í sóttkví eða einangrun eða einmana í þeim takmörkuðu samskiptum sem við getum átt. Beðið er fyrir minningu þeirra sem látið hafa lífið í farsóttinni og beðið fyrir ástvinum þeirra.

Bænasöngurinn er með sígildu tónlagi og gjarnan sunginn morgunsálmur, t.d. nr. 450, Oss minni sérhver morgunn á. Þetta eru að sjálfsögðu ekki auglýstar opnar samverur en einn til tveir eru velkomnir hverju sinni enda kirkjan stór og kórar hennar víðir. Skálholtsbiskup, sóknarprestur og organisti syngja þennan morgunsöng en yfirleitt ekki nema einn í einu. Bænasöngurinn er hvern virkan morgun kl. 9 árdegis eftir klukknahringingu.

Velkomið er að koma bænarefni til sr. Kristjáns Björnssonar, í síma 8561592 eða netfang biskup@skalholt.is og til sr. Egils Hallgrímssonar í síma 894 6009 eða netfangið soknarprestur@gmail.com

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page