top of page

Skálholtsdómkirkja opin alla daga


Verið velkomin í Skálholt. Vegna Covid 19 er ekkert bílastæðagjald í mars og apríl og frítt á sögusýninguna.

Skálholtsdómkirkja er opin alla daga frá 9 - 18 og sögusýning í kjallara kirkjunnar, miðaldagöngin og Þorláksbúð eru einnig opin á sama tíma.

Margar gönguleiðir eru út frá hlaðinu, yfir að Þorlákssæti, minnisvarða um herra Jón Arason og niður að Skálholtsbúðum meðfram skógræktinni og ýmsum sögulegum trjám. Nú er búið að ryðja snjó af gönguleiðinni frá kirkjuhlaðinu og niður að Skálholtsbúðum og svo var í dag líka ruddur göngu- og reiðstígurinn yfir að Laugarási sem oft er nefndur Skálholtshringur af Laugarásbúum.

Nú er lítil umferð og lítill vandi að halda tveggja metra fjarlægðinni en við munum að við erum öll almannavarnir. Snyrtingar eru í kjallara Skálholtsskóla, vestast (næst bílastæðunum) og þar er opið alla daga og nóg af handlaugum og sápu. Kirkjan er þrifin reglulega en við forðumst samt að snerta gler og handföng, þessa dæmigerðu smitstaði.

Biskupinn í Skálholti, sóknarprestur, framkvæmdastjóri, stjórn og starfsfólk bjóða alla velkomna í Skálholt og við minnum á að það er gott að njóta útiveru hér á hinum sögulega helgistað þjóðarinnar.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page