top of page

Námskeiðum og ráðstefnum frestað og ýmis dagskrá og formlegt helgihald fellur niður en kirkjan opin,


Í ljósi aðstæðna og takmarkana á samkomuhaldi vegna útbreiðslu CoVid19 verða takmarkanir á því að halda uppi formlegu og hefðbundnu helgihaldi fram yfir páska. Verður það kynnt frekar hér á síðunni og á fésbókarsíðu Skálholtsstaðar hvort hægt verður að steyma guðsþjónustu á föstunni og/eða hátíðarguðsþjónustu á páskum úr Skálholtsdómkirkju. Þjóðkirkjan er að undirbúa upptöku og útsendingu á hátíðarguðsþjónustu sem verður hægt að vísa á og hvar hægt verður að ná útsendingu.

Heima í Skálholti falla niður Kyrrðardagar í kyrruviku en námskeiði um fyrirgefninguna er frestað fram á haustið. Það sama á við um námskeið á vegum heimspekideildar og fjölmenna alþjóðlega ráðstefnu samtaka andlegra leiðtoga í Evrópu. Einnig hafa orðið afbókanir í gistingu þar sem sumir gestir okkar komast ekki til landsins.

Skálholtskirkja er opin, og einnig minjasafn og Þorláksbúð, alla daga frá kl. 9 til 18 og einnig er opið fyrir gistingu þær vikur sem áður var fullbókað vegna námskeiða og funda. Opið er daglega í veitingasölunni í Skálholtsskóla en bent er á að gott er að panta máltíðir með fyrirvara.

Við vonum að við komumst öll heil í gegnum farsóttina og biðjum fyrir þeim sem eru einmana eða óttaslegin á meðan kórónaveiran gengur yfir. Hugur okkar er ekki síður hjá þeim sem stýra almannavörnum og þjóna í almannaþágu.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page