Viðbrögð við #covid2019 í Skálholti

12.03.2020

Kæru Skálholtskirkjuvinir! Við þurfum öll að bregðast við Covid19 veirunni saman í samræmi við tilmæli almannavarna. Messum er breytt í guðsþjónustu og altarisgöngu frestað í mars og apríl. Kominn er búnaður til bráðabirgða í Skálholti til að streyma útför morgundagsins á fésbókinni sem jafnfamt verður útvarpað á hlaðinu. Einnig verða tveir skjávarpar í matsal skólans og kennslustofu svo fólk getur dreift úr sér um salina. Hægt verður að streyma kirkjuathöfnum á netinu á meðan samkomubannið stendur yfir og er það sérstaklega vegna útfara sem eru margar og fjölmennar. Sótthreinsandi brúsar fyrir handaþvott verða í kirkjunni og andyri skólans. Snyrtingarnar í skólanum og gestastofu eru opnar og mælt með handaþvotti fyrir athafnir. Við heilsumst ekki með handabandi né föllum við í faðma fyrr en varúðartíminn er liðinn. Ýtrasta hreinlætis er gætt á veitingastaðnum og í allri gistiaðstöðu í Skálholtsskóla, Seli og Skálholtsbúðum og óviðkomandi koma ekki í eldhúsið. Þessar upplýsingar verða uppfærðar eftir þróun viðbragðsáætlana almannavarna. Við hjálpumst að við að hefta útbreiðslu veirusýkinga og ég vona að fólk hafi þessi einföldu og sjálfsögðu viðbrögð í huga í öllum kirkjum umdæmisins.

Enn sem komið eru námskeið, fundir og athafnir á dagskrá einsog auglýst er NEMA AÐ NÁMSKEIÐI UM FYRIRGEFNINGUNA ER FRESTAÐ TIL HAUSTSINS. Fólki sem teljast verður í áhættuhópi vegna stöðu sinnar eða heilsu er bent á að leita ráðgjafar í síma 1700 um þáttöku í námskeiðum. Svo er það þannig að það kemur bráðum betri tíð með blóm í haga!

Kær kveðja,

Kristján Björnsson, biskup í Skálholti.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir

September 23, 2020

1/10
Please reload

Nýjustu færslur
Please reload

Safnið
Please reload

Stikkorð
Please reload

Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður