Kór Breiðholtskirkju syngur á konudag við messu í Skálholti

Kór Breiðholtskirkju syngur í messu sunnudagsins í föstuinngangi í Skálholti núna 23. febrúar með stjórnanda sínum og organista Erni Magnússyni. Það er konudagur þennan sunnudag og Góa að byrja og allar konur boðnar sérstaklega velkomnar í þessa næðisstund í kirkjunni. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir messugjörðina og Jón Bjarnason er organisti kirkjunnar.
Tags: