"Bíð róleg eftir Guði, sála mín"

Yfirskrift kyrrðardaga kvenna 5. 8. mars er sótt í Davíðssálm 62.2 og lýsir því hvernig hægt er að nálgast kyrrðina í eigin sál og lífi með íhugun á orði Guðs. Í því felst einnig sú löfgjörð sem einkennist af fáum orðum og kyrrð, ró, sem gefur Guði allt það rými sem annars færi í önnur orð í samskiptum okkar. Kyrrðardagar kenna eru samvera fyrir konur sem vilja njóta nærveru Guðs í einingu og kyrrð á helgum stað þar sem hvarvetna glittir á helga þjónustu þeirra sem hér hafa áður verið og lifað nærveru Guðs. Allt umhverfi Skálholts býður uppá frið, kyrrð og næringu fyrir líkama og sál og það eru allar konur velkomnar. Á heimasíðu Skálholts er sérstök skráningarsíða fyrir þessa kyrrðardaga en það er einnig hægt að hringja í Skálholt í síma 486 8870 eða senda tölvupóst í skalholt@skalholt.is
https://www.skalholt.is/events/kyrrdardagar-kvenna-5-8-mars-2020