Dagskrá næstu daga heima í Skálholtsdómkirkju


ML kórinn var með tvenna vel sótta tónleika undir stjórn Eyrúnar Jónsdóttur sl. fimmtudag og föstudag. Fyrsta sunnudag í aðventu, fullveldisdaginn 1. desember, er barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Bergþóru Ragnarsdóttur og verður kveikt á fyrsta ljósi aðventukransins. Framundan eru tónleikar Jórukórsins þriðjudagskvöldið 4. desember, kyrrðardagar á aðventu 6.-8. desember undir yfirskriftinni "Kom, heilög gleði!" og eru nokkur sæti laus. Umsjón hefur sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup. Aðventumessa verður sunnudaginn 8. desember kl. 11. Jólatónleikar Karlakórs Selfoss verða mánudagskvöldið 9. desember undir stjórn Jóns Bjarnasonar, organista, og flytur sr. Kristján Björnsson stutta hugvekju. Miðvikudaginn 11. desember verður helgileikur skólabarna frá Laugavatni kl. 15. Laugardaginn 14. desember kl. 14 verður opnun sýningar um sögu og lífsverk Ámunda Jónssonar, snikkara, kaffi og bókakynning sem Guðrún Tryggvadóttir, listakona, annast. Sunnudagskvöldið 15. desember kl. 20 verður aðventukvöld í kirkjunni og verður það betur kynt síðar.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square