Tvö frumsamin verk á fjölsóttum útgáfutónleikum Vörðukórsins


Útgáfutónleikar Vörðukórsins í Skálholtsdómkirkju voru fjölsóttir og flutti kórinn falleg kórlög af nýjum geisladiski sínum, Bara að hann hangi þurr, en auk þess tvö ný lög og ljóð undir stjórn Eyrúnar Jónsdóttur og við undirleik Arnhildar Valgarðsdóttur á píanó og orgel. Nýju kórlögin voru "Það er Íslandið allt", með lagi Stefáns Þorleifssonar og ljóði Möggu S. Brynjólfsdóttur og lagið "Heimferð" með lagi og ljóði eftir Möggu S. Brynjólfsdóttur í útsetningu Stefáns Þorleifssonar en Magga, sem er einn af kórfélögunum, átti einnig ljóð við lag Billy Joel, Ég mun aldrei fara frá þér. Yfirskriftin á tónleiknum og diskinum er úr söngtexta Ómars Ragnarssonar. Kórinn er fjölmennur og Skálholtsdómkirkja var bæði þétt setin og ómaði öll við þennan fallega söng og kynningar á léttum nótum á hverju verki.

Eitt helsta einkunnarlag kórsins, Húmljóð, er við lag og ljóð Lofts S. Loftssonar, og var það fyrsta og síðasta lagið sem kórinn söng á tónleiknum. Annar kórfélagi átti texta að ljóði sem ort ef við lag Franz Schubert, "Þú fagra list." Kórinn naut sín vel í þeim góða hljómburði sem dómkirkjan okkar býr yfir.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square