Söngur, sagnir og ljóðatónlist í Skálholti - Hilmar Örn, Björg Þórhallsdóttir og Elísabet Waage á hörpu

09.11.2019

 

Tónleikar og sagnastund verður í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 16.

 

Tónlistarflutning annast Björg Þórhallsdóttir sópran, Elísabet Waage á hörpu og Hilmar Örn Agnarsson organisti sem leikur á orgelið.

 

Þau flytja blandaða dagskrá af íslenskum sönglögum, trúarljóðum og þekktum perlum tónbókmenntanna

 

 

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Þá er Skálholtsskóli opinn fyrir þau sem vilja fá sér kaffi eða panta kvöldverð, sími 486 8870.

 

Þess má geta að sunnudagsmessan í Skálholtsdómkirkju er kl. 11 og allir velkomnir þangað líka.

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur