Lífsverk - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar - Útgáfuhátíð í Skálholti

Listamaðurinn Guðrún Tryggvadóttir á Selfossi er höfundur bókarinnar "Lífsverk - Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar" og mun hún standa fyrir útgáfuhátíð bókarinnar í Skálholti í samstarfi við staðinn. Mun hún segja frá aðdraganda bókarinnar og tilurð verksins og segir frá og sýnir myndir úr bókinni. Auk þess verður annað erindi um listaverkin. Ámundi Jónsson var merkur kirkjubyggingar og húsasmiður á sínum tíma og eru til all nokkrir munir í kirkjum eftir hann. Sýningin verður áfram í Skálholti og mun standa þar opin fram til loka janúar en opið er í Skálholtsskóla alla daga.
Útgáfuhátíðin og sýningin verður í Skálholtsskóla laugardag 14. desember kl. 14 og er öllum opin. Eftir erindin verður kaffi í veitingarstaðnum í skólanum.