Dagur herra Jóns Arasonar 7. nóvember, Skálholtskórinn, fiðla og verk Sigurðar Flosasonar, hugvekja


Dagur herra Jóns Arasonar, 7. nóv., verður haldinn í Skálholti með kórsöng Skálholtskórsins, fiðluleik Jóhönnu Rut Arndísardóttur, organleik Jóns Bjarnasonar og flutningi á verki eftir Sigurð Flosason, saxafónleikara, Maríuljóði herra Jóns Arasonar. Minnst verður dauða Jóns biskups Arasonar og minnst við endanleg siðaskipti á Íslandi þennan dag árið 1550.

Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, og sr. Skírnir Garðarsson, annast um lestra, hugvekju, bæn og blessun.

Ef veður leyfir verða tendruð útikerti við minnisvarða um herra Jón og syni hans tvo, sr. Björn og Ara sem er norð-austur af kirkjunni. Fólk er því beðið að vera klætt eftir veðri.

Allir eru velkomnir. Súpa og kaffi verður í boði héraðssjóðs Suðurprófastsdæmis í Skálholtsskóla fyrir þessa dagskrá sem verið hefur um árabil með ýmsu sniði.

Þess má geta að Kaþólska kirkjan á Íslandi mun koma í Skálholt fyrr um daginn og minnast Jóns á degi hans með helgistund í Skálholtsdómkirkju.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square