Erindi dr. Munib Younan og Boga Ágústssonar á Skálholtshátíð 2019

09.09.2019

Á heimasíðu Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar www.stofnunsigurbjorns.is eru komin erindi og prédikun dr. Munib Younan, fv. forseta Lútherska heimssambandsins, og hátíðarerindi Boga Ágústssonar, formanns Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar sem þeir héldu á Skálholtshátíð á Þorláksmessu á sumri 2019. Erindi sitt flutti Munib á seminari undir yfirskriftinni: „The Role of Religion in Peacemaking and Reconciliation.“ Daginn eftir flutti hann prédikun í hátíðarmessunni á Skálholtshátíð og er hún einnig birt á ensku þar sem hún var flutt í íslenskri þýðingu sr. Kristjáns Björnssonar í útsendingunni í útvarpinu.

 

 Bogi flutti aðal erindið á hátíðardagskránni sem efnt var til eftir kirkjukaffið á Skálholtshátíð og nefndi hann erindi sitt: "Stattu kyrr og gef gaum að dásemdum Guðs."

Málþingið með Munib var haldið af Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar í samstarfi við Skálholtsbiskup og Skálholtsstað.

 

Hvetjum við alla að lesa þessi erindi og önnur erindi sem flutt hafa verið á málþingum og ráðstefnum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar en fyrsta málþing stofnunarinnar var einmitt haldið á Skálholtshátíð 2011.

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir

September 23, 2020

1/10
Please reload

Nýjustu færslur
Please reload

Safnið
Please reload

Stikkorð
Please reload

Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður