Organistar syngja og spila Fauré

Á árlegri organistastefnu í Skálholti munu þátttakendur flytja gullfallega sálmumessu eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Það eru allir hjartanlega velkomnir á tónleikana sem verða undir lok stefnunna mánudaginn 9. september kl. 17.10 - 18.00.
Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, orgelleikari Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar koma úr hópi þátttakenda.
Allir eru hjartanlega velkomnir að njóta þessarar stundar og aðgangur er ókeypis.
Söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, segir að hún vonist til fá sem flesta til að njóta þessara tónleika og menningarauka á helgum stað.