Helga Kolbeinsdóttir vígð í Skálholti

22.08.2019

 

Helga Kolbeinsdóttir, æskulýðsfulltrúi í Digraness- og Hjallasóknum í Kópavogi, verður vígður prestur í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 25. ágúst kl. 14 til að þjóna þessum söfnuðum sem æskulýðsprestur. Vegna undirbúnings fyrir vígsluna verður ekki messa kl. 11 en það eru allir hjartanlega velkomnir í vígslumessuna og vígslukaffi á eftir í Skálholtsskóla til heiðurs nýja prestinum og samgleðjast þessum söfnuðum Skálholtsumdæmis. Skálholtskórinn syngur og organisti er Jón Bjarnason. Þess má geta að fjölskylda Helgu tengist mjög Skálholti og hefur móðir hennar, Þórdís, t.d. verið meðal leiðtoga kyrrðardaga kvenna um árabil og faðir hennar, Kolbeinn, hefur komið að endurskoðun á rekstri og skipulagi í Skálholti. Þá má geta þess að þetta er fyrsta prestsvígsla sr. Kristjáns Björnssonar, vígslubiskups, en sjálfur var hann í fyrsta fermingarhópi Digranessóknar eftir að hún var stofnuð 1972. 

Fulltrúar sóknarnefndarfólks og starfsfólks sóknanna koma til messunnar auk vina og vandamanna. Auk sr. Kristjáns þjóna sr. Skírnir Garðarsson, settur sóknarprestur í Skálholti, sr. Gísli Jónasson, prófastur, og sóknarprestarnir sr. Gunnar Sigurjónsson, sr. Sunna Dóra Möller, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Arna Grétarsdóttir, sem lýsir vígslu.

Á fésbókarsíðu Skálholts er hægt að finna leið til að skrá sig á fb-viðburðinn "Helga Kolbeins vígð til prestsþjónustu" en það hjálpar til við kaffibrauðið að vita hverjir ætla að koma og fagna með Helgu og sóknunum hennar.

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir

September 23, 2020

1/10
Please reload

Nýjustu færslur
Please reload

Safnið
Please reload

Stikkorð
Please reload

Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður