top of page

Rangæingabúð rifin

Þriðjudaginn 13. ágúst var gamla Rangæingabúð rifin en hún er hluti af Skálholtsbúðum sem margur ferðalangurinn hefur sótt heim í áratugi. Húsið var orðið ónothæft vegna skemmda og myglu. Þrátt fyrir að erfitt séð að horfa á eftir gamalli fasteign með sögu sem hefur staðið sína vakt er óhætt að segja að kominn hafi verið tími á endurnýjun. Húsið sem áður var notað sem Gestastofa niðri við bílaplanið í Skálholti verður flutt á nýjan grunn Rangæingabúðar og verður því breytt í fimm herbergja gistiskála. Það má því segja að þegar fram líða stundir muni nýting Skálholtsbúða aukast til muna með skála fyrir allt að tíu gesti með eldhúsi og allri aðstöðu, auk aðgengis fyrir fatlaða í einu herbergjanna. Hægt verður að taka á móti stærri hópum en áður hefur verið.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af niðurrifi gömlu Rangæingabúðar en nýja húsið mun fá nafnið hennar til að minnast þess að Rangárvallaprófastsdæmi kostaði byggingu þess á sínum tíma.

Hér má sjá myndir af verkinu.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page