Sumartónleikar, kaffihlaðborð og messa

Eftir vel heppnaða og fjölsótta Skálholtshátíð hefjast Sumartónleikar aftur núna um helgina og einnig um verslunarmannahelgi. Tónlistardagskráin er í heild sinni á www.sumartonleikar.is. Veglegt kaffihlaðborð er að venju bæði laugardag og sunnudag gegn vægu gjaldi. Ekki er aðgangseyrir að sumartónleikum en tekið er á móti frjálsum framlögum ef fólk vill. Sunnudagsmessan er kl. 11 og þar kemur fram tónlistarfólk af sumartónleikum helgarinnar. Tónlistarhópurinn Elja Kammersveit er með aðra tónleikana og Lene Langballe og Lára Bryndís flytja verk frá barokktímanum.
Laugardagur 27. júlí
14:00 | Eftir ólíkum leiðum
Elja Kammersveit flytja nýja tónlist frá Íslandi, Eistlandi og Búlgaríu
16:00 | Cornetto - hljóðfæri mannsraddarinnar Lene Langballe og Lára Bryndís flytja verk fyrir cornetto og orgel frá barokktímanum

Sunnudagur 28. júlí
11:00 | GUÐSÞJÓNUSTA
Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti. Lene Langballe og Lára Bryndís flytja tónlist. 14:00 | Eftir ólíkum leiðum Elja Kammersveit flytja nýja tónlist frá Íslandi, Eistlandi og Búlgaríu