Fjölskyldu- og flugdrekahátíð í Skálholti

Laugardaginn 31. ágúst 2019 milli klukkan 14:00 og 17:00 verður fjölskyldu- og flugdrekahátíð í Skálholtsbúðum. Boðið verður upp á flugdrekasmiðju fyrir alla aldurshópa þar sem hægt verður að læra hvernig á að búa til einfaldan flugdreka úr endurnýtanlegum efnum. Einnig verður tendrað á grillinu en hver og einn getur komið með mat á grillið og drykki með því líka. Vonandi sjáum við sem flesta því það gæti verið að mikilfengleg sjón að sjá tugi flugdreka takast á loft.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square