Tónleikar og tónlistardagskrá Skálholtshátíðar


Mikil tónlistardagskrá er á Skálholtshátíð 20.-21. júlí nk. Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, hefur haldið utanum þessa dagskrá, undirbúið hana, fengið til liðs við sig tónlistarfólk, einsöngvara og einleikara auk þess að æfa Skálholtskórinn og stýra honum.

Tónleikar Skálholtskórsins og hljómsveitar eru laugardaginn 20. júlí kl. 16, en þann dag er Þorláksmessa á sumar. Sunnudagsmorgun 21. júlí eru orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar kl. 11 árdegis. Á báðum þessum tónleikum eru leikin og sungin tónverk eftir J. S. Bach.

Í hátíðarmessunni sunnudag 21. júlí kl. 14 og í hátíðardagskrá kl. 16 syngur Skálholtskórinn og einleikarar spila á trompeta og Jón Bjarnason leikur á orgelið auk þess að stjórna allri tónlistardagskrá helgarinnar. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um verk og flytjendur.

Hátíðartónleikar laugardag 20. júlí kl. 16:00

Tónlist eftir J. S. Bach.

Slá þú hjartans hörpustrengi úr kantötu BWV 147 Herz und Tat und Mund und Leben.

Kantata BWV 35 Geist und Seele wird verwirret.

Ó, höfuð dreyra drifið kórall úr Mattheusarpassíunni BWV 244.

Kantata BWV 169 Gott soll allein mein Herze haben.

Einsöngvari: Hildigunnur Einarsdóttir.

Fiðlur Páll Palomares og Gunnhildur Daðadóttir.

Lágfiðla: Þórarinn Már Baldursson.

Selló: Hrafnkell Orri Egilsson.

Kontrabassi: Alexandra Kjeld.

Óbó: Matthías Nardeau, Össur Ingi Jónsson og Rögnvaldur Konráð Helgason.

Orgel/stjórnandi: Jón Bjarnason.

Skálholtskórinn.

Orgeltónleikar sunnudag 21. júlí kl. 11:00

Jón Bjarnason leikur verk eftir J. S. Bach.

Hátíðarmessa sunnudag 21. júlí kl. 14:00

Skálholtskórinn syngur.

Organisti og stjórnandi: Jón Bjarnason, dómorganisti.

Trompetleikur: Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur I. Sigurðarson

Hátíðarsamkoma sunnudag 21. júlí kl. 16:00

Skálholtskórinn syngur. Einleikarar á trompet Jóhann I. Stefánsson og Vilhjálmur I. Sigurðarson.

Jón Bjarnason orgel og kórstjórn.

Skálholtskórinn var stofnaður fyrir vígslu nýrrar Skálholtsdómkirkju árið 1963 af dr. Róbert Abraham Ottóssyni, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Meðlimir kórsins eru áhugafólk úr nágrenni Skálholts, en í uppsveitum Árnessýslu hefur löngum verið rík sönghefð og hefur kórinn fengið lof fyrir fallegan og metnaðarfullan söng. Stjórnandi kórsins er Jón Bjarnason, dómorganisti.

Hér er mynd af Skálholtskórnum ásamt Karlakór Selfoss á góðri stund eftir sameiginlega tónleika kóranna í vetur með stjórnanda sínum, Jóni Bjarnasyni.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square