top of page

Fyrsta helgi Sumartónleika, messa og kaffihlaðborð

Sumartónleikarnir hefjast í Skálholti föstudagskvöldið 5. júlí og verða tónleikar laugardag 6. júlí og sunnudag 7. júlí. Tónlistarfólk Sumartónleikanna tekur einnig þátt í sunnudagsmessunni kl. 11. Núna hefjast einnig hin rómuðu kaffihlaðborð í Skálholti bæði laugardaga og sunnudaga. Verið hjartanlega velkomin. Aðgangseyrir er enginn er tekið er á móti frjálsum framlögum til Sumartónleikanna við innganginn í kirkjuna.

Föstudagstónleikarnir eru kl. 20:00: Tilveran. Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal bjóða áhorfendur inn í tilveruna sem þær hafa skapað með verkum sínum ásamt Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, söngkonu.

Laugardag 6. júlí, kl. 14:00 eru Portretttónleikar. Tónlistarhópurinn Elektra leikur verk Þuríðar Jónsdóttur, staðartónskálds Sumartónleika í Skálholti. Síðar sama dag kl. 16:00 eru tónleikarnir Elsku, elsku. Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur 6. sellósvítu Bach og eigin verk.

Sunnudag 7. júlí verður guðsþjónusta í Skálholtsdómkirkju kl. 11. Í messunni verða tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti.​ Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari spilar fyrir söfnuðinn. ​ Síðar sama dag, kl. 14:00 eru Portretttónleikar. Elektra leika verk Þuríðar Jónsdóttur, staðartónskálds Sumartónleika í Skálholti.

Nánar á www.sumartonleikar.is

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page