top of page

Nýr auglýsingaseðill og ný vindskilti

Skálholtsskóli hefur margt fram að færa, þar er meðal annars góður veitingastaður sem bæði hópar og einstaklingar geta komið og pantað af matseðli. Við mælum þó með að hópar geri boð á undan sér. Úrvalshráefni úr héraði eru notuð í hverjum rétt sem fram er borinn. Einnig eru glæsilegar kökur, kaffi og te á boðstólnum. Arite Fricke, grafískur hönnuður, var fengin til þess að hanna auglýsingaseðla, vindskilti og vegskilti til þess að auka umferðina um veitingastaðinn. Arite hefur tekist einstaklega vel til og okkur langar að deila með ykkur afrakstri vinnu hennar. Vonandi og fljótlega munu rísa vegleg vegskilti við þjóðveginn. Verið þið ávalt velkomin í Skálholt.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page