Sumartónleikar í Skálholti 2019 - Barrok og framsækin tónlist nútímans mætast


Sumartónleikarnir 2019 hefjast með tónleikum 5. og 6. júlí og munu m.a. Elektra leika verk Þuríðar Jónsdóttur sem er staðartónskáld Sumartónleikanna í Skálholti. Listafólkið mun einnig flytja verk sín í messu sunnudaginn 7. júlí. Önnur helgi sumartónleikanna verður 13. og 14. júlí með Simultaneo frá Eistlandi. Hlé verður á Sumartónleikum helgina 19. - 21. júlí en þá er Skálholtshátíð sem er kynnt á öðrum stað á heimasíðunni. Seinni hluti Sumartónleika verður helgina 27. til 28. júlí með kammersveitinni Elja og fleiri flytjendum og helgina 2. - 4. ágúst með Elfu Rún og hljómsveitinni Brák sem flytur barrok tónlist. Listrænir stjórnendur Sumartónleikanna í Skálholti eru Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv en stjórn Sumartónleikanna skipa þau Margrét Bóasdóttir, Kolbeinn Bjarnason og Tryggvi Baldvinsson.

Dagskráin er fjölbreytt þar sem tónlist barokktímans og framsækin tónlist nútímans og framtíðarinnar mætast.

Fyrsta vika Sumartónleikanna:

Föstudagur 5. júlí kl. 20:00

TILVERAN Ásbjörg Jónsdóttir og Birgit Djupedal bjóða áhorfendur inn í tilveruna sem þær hafa skapað með verkum sínum ásamt Heiðdísi Hönnu Sigurðardóttur, söngkonu Laugardagur 6. júlí, kl. 14:00 Portretttónleikar Elektra leika verk Þuríðar Jónsdóttur, staðartónskálds Sumartónleika í Skálholti Laugardagur 6. júlí, kl. 16:00 Elsku, elsku Steinunn Arnbjörn Stefánsdóttir leikur 6. sellósvítu Bach og eigin verk Sunnudagur 7. júlí, kl. 11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti.​ Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari spilar fyrir söfnuðinn ​ Sunnudagur 7. júlí, kl. 14:00 Portretttónleikar Elektra leika verk Þuríðar Jónsdóttur, staðartónskálds Sumartónleika í Skálholti.

Önnur vika Sumartónleikanna:

Laugardagur 13. júlí, kl. 14:00 Barokk frá Póllandi Pólski sönghópurinn Simulataneo flytur barokktónlist frá Póllandi og nágrannalöndum. Stjórnandi Karol Kisiel Laugardagur 13. júlí, kl. 16:00 Ný tónlist frá Póllandi Sönghópurinn Simultaneo frá Gdansk flytja nýja tónlist frá heimalandinu og víðar. Stjórnandi Karol Kisiel Sunnudagur 14. júlí, kl. 11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti. Sönghópurinn Simultaneo flytja tónlist Sunnudagur 14. júlí, kl. 14:00 Nýtt og gamalt frá Póllandi ​Sönghópurinn Simultaneo flytja úrval af pólska barokk- og samtímatónlist

Þriðja vika Sumartónleikanna:

Laugardagur 27. júlí, kl. 14:00 Eftir ólíkum leiðum Elja Kammersveit flytja nýja tónlist frá Íslandi, Eistlandi og Búlgaríu Laugardagur 27. júlí, kl. 16:00 Cornetto - hljóðfæri mannsraddarinnar Lene Langballe og Lára Bryndís flytja verk fyrir cornetto og orgel frá barokktímanum Sunnudagur 28. júl, kl. 11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti. Lene Langballe og Lára Bryndís flytja tónlist. Sunnudagur 28. júlí, kl. 14:00 Eftir ólíkum leiðum Elja Kammersveit flytja nýja tónlist frá Íslandi, Eistlandi og Búlgaríu

Fjórða vika Sumartónleikanna:

Laugardagur 4.ágúst, kl. 14:00 Þurí og Corelli Brák frumflytur verk Þuríðar Jónsdóttur, staðartónskálds Sumartónleika í Skálholti, ásamt tónlist eftir Corelli, Avison og Scarlatti. ​ Laugardagur 4. ágúst, kl. 16:00 Fiðla, teorba og orgel Elfa Rún Kristinsdóttir leikur fiðlusónötur frá 17. öld eftir tónskáldin og virtóúsana Biber og Schmelzer, ásamt nokkrum minna þekktum samtímamönnum þeirra. Með henni leika Magnus Andersson á teorbu og Sabine ​Erdmann á orgel ​ Sunnudagur 4. ágúst, kl. 11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Tónlistaratriði frá Sumartónleikum í Skálholti.​ Elfa Rún Kristinsdóttir leikur barokktónlist á fiðlu Sunnudagur 4. ágúst, kl. 14:00 Fiðla, teorba og orgel Elfa Rún Kristinsdóttir leikur fiðlusónötur frá 17. öld eftir tónskáldin og virtóúsana Biber og Schmelzer, ásamt nokkrum minna þekktum samtímamönnum þeirra. Með henni leika Magnus Andersson á teorbu og Sabine ​Erdmann á orgel ​ Sunnudagur 4. ágúst, kl. 16:00 Þurí og Corelli Brák frumflytur verk Þuríðar Jónsdóttur, staðartónskálds Sumartónleika í Skálholti, ásamt Corelli, Avison og Scarlatti.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square