Bæklingur um myndglugga Gerðar Helgadóttur kominn út

17.04.2019

 

 Lagfæringum á listgluggum Gerðar Helgadóttur lauk á síðasta ári með framlögum fjölmargra aðila og einstaklinga og nú er kominn út veglegur bæklingur um myndglugga Gerðar Helgadóttur með skýringum eftir Karl Sigurbjörnsson. Bæklingurinn er kominn í Skálholt og verður seldur til verndar Skálholtsdómkirkju í kirkjunni sjálfri og í Skálholtsskóla, í Kirkjuhúsinu í Reykjavík og Gerðarsafni í Kópavogi. Skálholtsfélagið nýja gefur bæklinginn út en útgáfan er kostuð að fullu með framlagi úr Verndarsjóði Skálholtsdómkirkju, Áheitasjóði Þorláks og af Skálholtsfélaginu. Sr. Karl Sigurbjörnsson ritaði allan texta bæklingins og skýringar við hverja mynd bæði á íslensku og ensku og gaf þá vinnu sína Skálholtskirkju. Formaður Skálholtsfélagsins nýja er Erlendur Hjaltason í Höfða.

Einnig hefur verið unnið að framleiðslu á litlum glergluggum eftir einum af listgluggum Gerðar Helgadóttur. Hafa sömu aðilar staðið að gerð þessa litlu glugga sem eru prýðilegir til gjafa og eignar. Sá gluggi er tákn um heilaga kvöldmáltíð og minnir á orð Jesú: "Ég er brauð lífsins. Þann mun aldrei hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir."

 

Fyrst tekist hefur að kosta fyrstu útgáfuna að fullu mun allt andvirði bæklings og glugga renna til verndar kirkjunni og til varðveislu glugga Gerðar og altarismyndar Nínu Tryggvadóttur um ókomna framtíð eftir endurnýjun og lagfæringar á síðustu árum. Verður sérstaklega horft til brunavarna og lagfæringa og fegrunar innandyra. Fyrir hönd Skálholtsdómkirkju þakkar vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, öllum þeim sem hafa lagt svo veglega til þessara endurbóta og björgunar á ómetanlegri kirkjulist í helgidómi þjóðarinnar. Kirkjan er opin alla daga ársins milli kl. 9 og 18 og lengur á sumrin og í Skálholtsskóla er bæði gisting og veitingastaður þar sem einnig verður hægt að nálgast minjagripi, bækur og hljómdiska sem tengjast Skálholti. 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

Sérvaldar færslur

Öruggar útfærslur á öllum þáttum kyrrðardaga út frá kröfum um sóttvarnir

September 23, 2020

1/10
Please reload

Nýjustu færslur
Please reload

Safnið
Please reload

Stikkorð
Please reload

Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

SKÁLHOLT - SAGA OG MENNING Í 1100 ÁR

Sími: +354 486-8870

Skálholtsskóli

Skálholti, 801Selfoss

skalholt@skalholt.is

© 2023 Skálholtskirkjustaður