Frá pálmasunnudegi til páskahátíðar


Guðsþjónusta verður í Skálholtsdómkirkju alla helga daga frá pálmasunnudegi til páska. Aftur verður tekinn upp sá siður að bjóða kirkjugestum í morgunkaffi með rúnnstykkjum eftir árdagsmessu á páskadag en morgunguðsþjónustan byrjar kl. 8. Morgunverðurinn verður í Skálholtsskóla og er í boði staðarins.

Pálmasunnudag 14. apríl er messa kl. 11. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, þjónar fyrir altari og prédikar. Almennur söngur.

Skírdagskvöld 18. apríl er messa kl. 20.30. Altarisganga, Getsemanestund og afskrýðing altaris. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari ásamt biskupi. Sr. Kristján Björnsson, biskup, prédikar. Jón Bjarnason er organisti.

Föstudaginn langa 19. apríl kl. 16 er föstumessa með miklum og góðum kórsöng og lestri úr píslarsögu Jesú Krists eftir Jóhannesarguðspjalli. Skálholtskórinn flytur kórverk og syngur. Organisti og kórstjóri er Jón Bjarnason. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari ásamt biskupi, sr. Kristjáni Björnssyni.

Páskadagsmorgun 21. apríl kl. 8 er morgunmessa og morgunkaffi í Skálholtsskóla á eftir í boði staðarins. Trompetleikari Jóhann I. Stefánsson. Organisti er Jón Bjarnason, dómorganisti. Sr. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup, þjónar fyrir altari og prédikar. Almennur söngur.

Páskadag 21. apríl kl. 14 er hátíðarguðsþjónusta með hátíðarsöngvum sr. Bjarna Þorsteinssonar. Skálholtskórinn syngur og organisti er Jón Bjarnason. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, þjónar fyrir altari og prédikar.

Á heimasíðu Skálholtsprestakalls er að finna ítarlegar upplýsingar um helgihaldið á öðrum kirkjum prestakallsins og þar á meðal guðsþjónustu við sólarupprás í Þingvallarkirkju, sem er rétt um 05.30. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup, þjónar í Þingvallakirkju og prédikar.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju og munið að kristið fólk er hvergi gestir í kirkju heldur eiga þar heima. Einnig er vakin athygli á kyrrðardögum í kyrruviku sem kynntir eru á öðrum stað á síðunni og þar er hægt að skrá sig til þátttöku. Kyrrðardagana annast sr. Kristján Valur Ingólfsson, biskup, og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur og ráðgjafi.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square