Dr. Munib Younan, biskup í Jórdaníu og Landinu helga á Skálholtshátíð 2019


Hátíðargesturinn okkar, dr. Munib Younan, er fv. biskup Lúthersku kirkjunnar í Jórdaníu og Landinu helga og hann er einnig fyrrum forseti Lútherska heimssambandsins. Hann er mjög virtur um allan heim fyrir sterka trú á samræðum ólíkra trúarbragða og hefur m.a. hlotið friðarverðlaun fyrir atorku sína og fyrir að leiða saman ólíkt fólk til að vinna að friði. Hann kemur hingað með eiginkonu sinni, Suad Younan, og það verður frábært tækifæri að kynnast þessum merku og skemmtilegu hjónum.

Skálholtshátíð verður 20. - 21. júlí 2019 en hún er haldin ár hvert í nánd við Þorláksmessu á sumar, sem er einmitt 20. júlí. Hátíðardagskráin hefst með útimessu við Þorlákssæti í Skálholti laugardagsmorgun 20. júlí kl. 9. Þá verður guðfræðingum og öðrum áhugasömum boðið að sitja námskeið hjá dr. Munib Younan fyrir hádegi. Eftir hádegi er vettvangsferð á slóðir gróðurs og sögu en síðdegis eru hátíðartónleikar Skálholtskórsins.

Hátíðarmessa er sunnudag 21. júlí kl. 14 og hátíðardagskrá með hátíðarræðum Munib og fleiri góðra gesta og er það í bland við tónlist Skálholtskórsins og orgelleik kl. 16 eftir kirkjukaffi í Skálholtsskóla. Kl. 11 fyrir hádegi sunnudagsins eru orgeltónleikar Jóns Bjarnasonar, organista og stjórnanda Skálholtskórsins. Alla helgina verða sungnar morgun- og kvöldbænir undir handleiðslu sr. Egils Hallgrímssonar, sóknarprests. Þegar nær dregur verður dagskráin sett hér á síðuna og þá verður einnig hægt að skrá sig á námskeiðið með Munib.

Skálholtshátíð er öllum opin og það eru allir velkomnir á alla dagskrána þar sem vonast er til þess að allir getir fundið eitthvað á sínu áhugasviði til að minnast við sögu og helgi staðarins en umfram allt að njóta samveru í dagskránni og njóta veitinga inná milli.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square