Framtíðarsýn fyrir Skálholt 8. maí - hugflæðisfundur öllum opin

Hugflæðisfundur um framtíðarsýn Skálholts verður haldinn í Skálholti 8. maí kl. 17-21. Þar verður unnið að framtíðarsýn varðandi þjónustu kirkjunnar á hinum merka sögu- og helgistað, um þjónustu Skálholts, fræðslu, námskeið, kyrrðardaga, helgihald og tónlist í Skálholti, landvernd og landnytjar. Stjórnandi þessarar hugflæðisvinnu er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju í Reykjavík. Í byrjun fundar verður sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup, með innlegg um helstu staðreyndir m.a. um starfsemina, rekstur, skipulag, fjölda gesta og félög í Skálholti. Stefnt er að því að vinna að einhverju marki í litlum hópum.

Hugflæðisfundurinn er haldinn í samstarfi við Skólaráð Skálholtsskóla, stjórn Skálholts, stjórn Skálholtsfélagsins hins nýja, kirkjuráð, sóknarprest og starfsfólk. Fundurinn er öllum opinn en mjög æskilegt er að fólk skrái sig vegna veitinga og skipulags. Vegna kvöldverðar og kaffiveitinga er þátttökugjald kr. 2.900,- Skráningarformið er neðar á forsíðu þessarar heimasíðu. (HVAÐ ER FRAMUNDAN)

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið
Stikkorð
Samfélagsmiðlar
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square