top of page

Föstumessur og sunnudagar á föstu


Messað er alla sunnudaga í Skálholtsdómkirkju kl. 11 og á föstunni eru kvöldmessur í Mosfellskirkju í Grímsnesi alla miðvikudaga kl. 20.30. Sr. Egill Hallgrímsson leiðir allt helgihald og þjónar hann ásamt sr. Kristjáni Val Ingólfssyni, biskupi, í Mosfellskirkju. Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti þjónar fyrir altari og prédikar í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 31. mars kl. 11 en það er boðunardagur Maríu. Organisti er Jón Bjarnason.

Framundan er fjölbreytt helgihald í kyrruviku og á páskahátíðinni. Í Skálholtsdómkirkju verður kvöldmessa á skírdagskvöld, guðsþjónusta með kórsöng og lestri úr píslasögunni föstudaginn langa kl. 16 og hátíðarguðsþjónusta árla daga kl. 8 á páskadag og aftur kl. 14.

Sérvaldar færslur
Nýjustu færslur
Safnið